Um hlaupið

Stjörnuhlaup VHE

Stjörnuhlaup VHE fer fram í Garðabæ laugardaginn 18. maí. Boðið er upp á 5 km og 10 km vegalengdir og hefst hlaupið kl. 11:00 frá Garðatorgi. Einnig verður boðið upp á  nýtt 2 km skemmtiskokk fyrir yngstu kynslóðina þar sem farið er um Flatirnar. Skemmtiskokkið er nýbreyttni til að fá sem flesta íbúa Garðbæjar og aðra að gera sér góðan dag í Garðabæ, foreldra og fleiri að skokka með börnum og njóta skemmtunar og veitinga á Garðatorginu á eftir. Stjörnuhlaup VHE hefur verið valið þriðja besta götuhlaup ársins þrjú ár í röð samkvæmt könnun hlaup.is

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is.

Tími og staðsetning

Hlaupið fer fram í Garðabæ laugardaginn 18. maí. Hlaupin eru ræst á Vífilsstaðavegi við Garðatorg.

  • 2 km skemmtiskokk hefst kl. 10:50.
  • 5 km og 10 km hlaupin hefjast samtímis kl. 11:00.

Vinsamlegast mætið tímanlega vegna lokana á Vífilsstaðavegi.  Hluta af Vífilsstaðavegi verður lokað kl. 10:15 frá gatnamótum Stekkjarflatar og Bæjarbrautar austur að Vífilsstöðum.  Eftir þann tíma er aðkoma að Garðatorgi betri norðan megin frá Arnarneshæð eftir Bæjarbrautinni.

Þátttökugjald og skráning

Forskráning fer fram á hlaup.is. Mótshaldari vill hvetja þátttakendur til að skrá tímanlega á lægra verðinu í forskráningu eða fyrir miðnætti fimmtudaginn 16. maí. Það auðveldar mótshaldara allan undirbúning.

Þeir sem forskrá sig fyrir miðnætti fimmtudaginn 16. maí:

  • 1.000 kr. 2 km skemmtiskokk (engin tímataka)
  • 1.500 kr. fyrir 15 ára og yngri í 5 km og 10km hlaup (f. 2003 og síðar)
  • 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri í 5km og 10km hlaup (f. 2002 og fyrr)

Skráning frá og með föstudeginum (frá miðnætti fimmtudagsins) 16. maí og fram á hlaupdag.:

  • 1.000 kr. 2 km skemmtiskok (engin tímataka)
  • 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri í 5 km og 10km  hlaup (f. 2003 og síðar)
  • 3.000 kr. fyrir 16 ára og eldri í 5km og 10km (f. 2002 og fyrr)

Athugið að börn/unglingar sem skrá sig í 5 km eða 10km tímatöku þurfa að fá úthlutað númeri og flögu. Þátttakendur í skemmtiskokki fá úthlutað númeri. 

Afhending gagna

Þátttakendur geta nálgast keppnisgögn í íþróttamiðstöðinni Ásgarði föstudaginn 17. maí frá kl. 16 til 19. Einnig verður að hægt nálgast keppnisgögn á Garðatorgi fyrir klukkan 10 á hlaupdegi.

Samkvæmt reglum Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ)  þurfa þátttakendur í 10 km götuhlaupi að hafa náð 12 ára aldri. Engin aldurstakmörk eru í 2 km skemmtiskokki eða 5 km götuhlaupinu. Aldurstakmörk í 10 km vegalengdinni miðast við almanaksárið þegar þátttakandi nær tilteknum aldri.

 

Verðlaun og flokkaskipting

Allir þátttakendur í öllum vegalengdum fá þátttökupening við komu í mark.  Að auki eru veitt vegleg útdráttarverðlaun fyrir þátttakendur eftir að í mark er komið.  Hægt er að sækja þau inn á Garðatorgi eftir hlaupið. Aðeins er hægt að vitja útdráttarvinninga á meðan hlaupinu stendur.

Verðlaun í 10 km vegalengd:

Einstaklingskeppni. Veitt verða verðlaun og verðlaunapeningar fyrir 1.-3. sæti í karla- og kvennaflokki.

Aldursflokkar í einstaklingskeppni: Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í öldungaflokkum skv. eftirfarandi flokkun:

  • 40 – 49 ára
  • 50 – 59 ára
  • 60 – 69 ára
  • 70 ára og eldri

Verðlaun í 5 km vegalengd:

Einstaklingskeppni. Veitt verða verðlaun og verðlaunapeningar í 1.-3. sæti karla og kvenna.

Aldursflokkar:  Veitt verða verðlaun fyrir 1 sæti karla og kvenna í öldungaflokkum skv. eftirfarandi flokkun:

  • 40 – 49 ára
  • 50 – 59 ára
  • 60 – 69 ára
  • 70 ára og eldri

2 km skemmtiskokk:

Engin tímataka er í 2 km skemmtiskokkinu.  Hver og einn þátttakandi fær verðlaunapening við komu í mark. Jafnframt eru veitt útdráttarverðlaun við komu í mark og hægt er að vitja þeirra inn á Garðatorgi og njóta veitingar þar eftir hlaup.

Hlaupaleiðir og merkingar

10 km leiðin.

Hlaupið hefst við Garðatorg á Vífilsstaðaveginum.  Hlaupið er vestur niður Vífilsstaðaveginn og beygt til hægri strax inn á Bæjarbrautina. Farið eftir Bæjarbrautinni eins og leið liggur framhjá Fjölbraut í Garðabæ og að hringtorgi þar við Hæðarhverfi. Tekin beygja til hægri á síðara hringtorginu og í átt að Hnoðraholtinu. Farið inn á göngustíginn meðfram Reykjanesbrautinni, undirgöng undir Reykjanesbrautina og meðfram golfvellinum í átt að Vífilsstöðum. Farið er beint yfir Vífilsstaðaveginn og inná bílaplanið á Vífilstöðum þar sem vatnsstöð verður.  Farið er þaðan vestur eftir göngustíg og inn á Vífilsstaðaveginn, beint vestur í átt að gatnamótum Brúarflatar og Karlabrautar og áfram niður Vífilsstaðaveginn að Garðatorgi þar sem millitími verður tekinn í 10 km hlaupinu. Hlaupnir eru tveir eins hringir.

 

Vegvísar verða við hvern kílómetra og starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðina við skráningu.

 

5 km leiðin:

Hlaupið hefst við Garðatorg á Vífilsstaveginum og er ræst aðeins á undan 10km hlaupinu. Hlaupið er sama leið eða einn hring, vestur niður Vífilsstaðaveginn og beygt til hægri strax inn á Bæjarbrautina. Farið eftir Bæjarbrautinni eins og leið liggur, framhjá Fjölbraut í Garðabæ og að hringtorginu við Hæðarhverfi. Tekin beygja til hægri á síðara hringtorginu og í átt að Hnoðraholtinu. Farið inn á göngustíginn meðfram Reykjanesbrautinni, undirgöng undir Reykjanesbrautina, meðfram golfvellinum í átt að Vífilsstöðum. Farið er beint yfir Vífilsstaðaveginn og inná bílaplanið á Vífilstöðum þar sem vatnsstöð verður.  Farið er þaðan vestur eftir göngustíg og inn á Vífilsstaðaveginn. Farið eftir Vífilsstaðavegi í átt að gatnamótum Brúarflatar og Karlabrautar og áfram niður Vífilsstaðaveginn að Garðatorgi og í mark.

 

Vegvísar verða við hvern kílómetra á 5 km leiðinni og starfsmenn hlaupsins munu vakta  helstu staði og vísa veginn.

 

 

2 km skemmtiskokk:

Skemmtiskokkið hefst á Vífilsstaðavegi við Garðatorg.  Hlaupið er vestur niður Vífilsstaðaveg og beygt til vinstri inn á Stekkjarflöt og þaðan til vinstri inn á Móaflöt.  Farið er Garðaflötina alla í austur að Hagaflöt, niður Hagaflöt og til vinstri inn á Móaflöt og þaðan að Brúarflöt.  Farið til vinstri inná Brúarflöt upp á Vífilsstaðaveg til vinstri og niður hann í mark.

 

Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðina við skráningu eða kortið hér fyrir neðan.

 

Úrslit og birting

Úrslit munu birtast á www.timataka.net um leið og hlauparar koma í mark og á www.hlaup.is .  Úrslit eru einnig birt á vef Stjörnuhlaupsins hér, 10 km úrslit 2018 og 5 km úrslit 2018. þátttakendur fá jafnframt úrslit sín send í GSM síma um leið og komið er í mark.

Drykkjarstöð

Ein drykkjarstöð er á Vífilsstaðaplaninu þar sem boðið verður upp á vatn og Powerade fyrir 5 km og 10km þátttakendur.

Aðkoma, lokanir og bílastæði

Þátttakendum er bent á að mæta tímalega.  Vífilsstaðavegi verður lokað kl. 10:15 frá gatnamótum við Stekkjarflöt og Bæjarbrautar að austari hringtorgi við Vífilsstaði.  Opnað verður aftur fyrir umferð um Vífilstaðaveginn kl. 12:30.

Hægt er að leggja bílum austan megin við Garðatorg, á bílastæði við Flatarskóla eða við íþróttahúsið í Ásgarði.

Salerni og fatageymsla

Aðstaða til þess að geyma fatnað og töskur er á Garðatorgi og salernisaðstaða er staðsett inni á Garðatorgi einnig. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða töskum, en starfsmenn hlaupsins munu vakta geymslusvæðið.

Ábyrgð hlaupara

Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð í Stjörnuhlaupinu og börn eru á ábyrgð foreldra. Þátttakendur skulu kynna sér almenn atriði nánar er varða hlaupið svo sem, hlaupaleið, rástíma, tímatakmörk, drykkjarstöðvar ofl. á vefsíðu hlaupsins www.stjornuhlaup.is

Þátttakendum er skylt að hafa keppnisnúmer sýnilegt að framan og fyrir ofan mittishæð allt hlaupið.

Þátttakandi ber ábyrgð á tímatökuflögunni sem hann fær úthlutað í 5km og 10km hlaupinu. Hver hlaupari má eingöngu hafa eina flögu í hlaupinu og skal hún vera skráð á hans nafn. Flögu skal reima á skó eða festa um ökkla ef um ökklaband er að ræða.

Þar sem um götuhlaup er að ræða eru þátttakendur beðnir um að sýna varúð.  Brautarvarsla verður víða og við gatnamót þar sem lokað verður fyrir umferð.  Mælst er til þess af öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu.
Tímatöku og brautarvörslu lýkur um 90 mínútum eftir að hlaupin eru ræst.

Ábyrgðarmaður og hlaupstjóri

Bjarki A. Brynjarsson, ábyrgðarmaður. Netfang: bjarki_ab@outlook.com / sími: 666-1100.

Sigurður P. Sigmundsson, hlaupstjóri.  Netfang: siggip@hlaup.is / sími: 864-6766

Framkvæmdaraðili Stjörnuhlaupsins

Framkvæmdaraðili hlaupsins er Hlaupahópur Stjörnunnar sem er deild innan UMF Stjörnunnar (www.stjarnan.is).