Um hlaupið

20. maí 2017 – Stjörnuhlaup VHE 

Stjörnuhlaup VHE fer fram í Garðabæ laugardaginn  19. maí. Boðið er upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og hefst hlaupið kl. 11:00 frá Garðatorgi. Stjörnuhlaup VHE heppnaðist einstaklega vel á síðasta ári þess 500 hlauparar tóku þátt – flottir útdráttarvinningar, verðlaun og veitingar.  Stjörnuhlaup VHE var valið 3 besta götuhlaup ársins 2016 samkvæmt könnun hlaup.is. Hér má sjá myndband af stemmingunni 2016: https://www.youtube.com/watch?v=E59W6ju0aIE

 

Hlaupið hefst við Garðatorg og er hlaupið er vestur niður Vífilsstaðaveginn og beygt til hægri strax inn á Bæjarbrautina. Farið eftir Bæjarbrautinni eins og leið liggur, framhjá Fjölbraut í Garðabæ og að hringtorgi þar við Hæðarhverfi.  Tekin beygja til hægri á síðara hringtorginu og í átt að Hnoðraholtinu.  Farið inn á göngustíginn meðfram Reykjanesbrautinni, undirgöng undir Reykjanesbrautina, meðfram golfvellinum í átt að Vífilsstöðum.  Við Vífilsstaði er beygt til hægri og farið vestur eftir Vífilsstaðavegi í átt að gatnamótum Brúarflatar og Karlabrautar og áfram niður Vífilstaðaveginn að Garðatorgi þar sem millitími verður tekinn í 10km hlaupinu en 5km enar á fyrsta hring.

 

Vegvísar verða við hvern kílómetra bæði í 5 km og 10 km hlaupunum sem er sama brautin og starfsmenn hlaupsins munu vakta

alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðina við skráningu Endilega heimsækið okkur á Facebook síðu hlaupsins – Stjörnuhlaupið: https://www.facebook.com/stjornuhlaup/

Íslandsmeistaramót í 10km

Stjörnuhlaup VHE er jafnframt Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi og verða veitt sérstök verðlaun í karla- og kvennaflokki í 1-3 sæti.  Þá verða einnig veitt verðlaun í karla og kvenna aldursflokkum 40-49 ára og 50 ára og eldri.  Krýndir verða nýir Íslandsmeistarar 20. maí nk. í Garðabænum.

Tími og staðsetning

Hlaupið fer fram í Garðabæ laugardaginn 19. maí.   Hlaupið hefst frá Garðatorgi kl. 11:00. Vinsamlegast mætið tímanlega.

Vegalengdir:

Boðið er uppá tvær vegalengdir 5 km og 10 km. Hlaupaleiðirnar eru löglega mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Skráning og afhending gagna.

 • Forskráning fer fram á hlaup.is til miðnættis föstudaginn 19. maí.  Eftir miðnætti 18. maí hækkar þátttökugjald og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega á hlaup.is.
 • Afhending gagna og skráning 19. maí. Forskráðir geta sótt gögnin sín föstudaginn 19. maí á milli kl. 16:30 og 19:00 í íþróttahúsinu við Ásgarð í Garðabæ.  Einnig er hægt að skrá sig í hlaupið á þessum tíma.
 • Afhending gagna á hlaupadegi og skráning 20. maí. Gögn verða afhent inni á Garðatorgi á hlaupdegi á milli kl. 08:30 og 10:00. Einnig er hægt er að skrá sig í hlaupið. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin hér.

Skráning verður einnig á Garðatorgi frá kl. 08:30 til 10:00 á keppnisdegi.

 

Þátttökugjald

Þeir sem forskrá sig fyrir miðnætti fimmtudaginn 19. maí

 • 2.000 kr fyrir 16 ára og eldri (f. 2001 og fyrr)
 • 1.200 kr fyrir 15 ára og yngri (f. 2002 og síðar)

Skráning frá og með föstudag 19. maí (Ásgarði) og fram á hlaupdag (Garðatorgi).

 • 3.000 kr fyrir 16 ára og eldri (f. 2001 og fyrr)
 • 1.700 kr. fyrir 15 ára og yngri (f. 2002 og síðar)

 

Athugið að börn þurfa að skrá sig til að fá úthlutað númeri og skráðan tíma. 

 

Verðlaunasæti:

Verðlaun í 10km vegalengd:

 • Einstaklingskeppni. Veitt verða Íslandsmeistara-verðlaun fyrir 1.-3. sæti karla og kvenna.
 • Aldursflokkar. Veitt verða verðlaun í 1-3. sæti karla og kvenna í öldungaflokkum 40-49 og 50 ára og eldri.

 

Verðlaun í 5km vegalengd:

 • Einstaklingskeppni: Veitt verða verðlaun í 1.-3. sæti karla og kvenna.
 • Aldursflokkar: Veitt verða verðlaun í 1-3. sæti karla og kvenna í aldursflokki 40-49 og 50 ára og eldri.

 

Veitt verða vegleg útdráttarverðlaun eftir að í mark er komið. Vitja þarf vinninga inni á Garðatorgi. Ekki er hægt að vitja útdráttarverðlauna síðar.

Við komu í mark fá allir þátttakendur orkudrykkinn og verðlaunapening fyrir þátttökuna.

Salerni og fatageymsla

Aðstaða til þess að geyma fatnað er á Garðatorgi i og salerni eru einnig staðsett á Garðatorgi. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða öðru sem skilið er eftir í geymslunni né á hlaupaleiðinni.  Starfsmenn hlaupsins munu vakta föt og töskur.

Aðrar upplýsingar

Þar sem um götuhlaup er að ræða eru þátttakendur beðnir um að sýna varúð.  Brautarvarsla verður víða og við gatnamót þar sem lokað verður fyrir umferð.  Mælst er til þess af öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu.  Tímatöku og brautarvörslu lýkur um 90 mínútum eftir að hlaupin er ræst.

Ábyrgðarmenn:
Sigurður P. Sigmundsson, hlaupastjóri.  Netfang: siggip@hlaup.is